Leiksýning í Sjálfstæðissalnum
Ekki missa af leiksýningunni Dietrich í Sjálfstæðissalnum í febrúar og mars!
Sýningar eru 13.,19.,26. febrúar og 5. mars kl.20:30
Gerðu meira úr kvöldinu og bókaðu tveggja rétta leikhússeðil Hjá Jóni með freyðivínsglasi
Verð 8.500 kr á mann
Borðabókanir milli 17:30-19:00
Bóka borð
Tveggja rétta leikhússeðill
Fordrykkur
Glas af Segura Cava
Forréttur
HUMARSÚPAN HANS JÓNS
Leturhumar, græn epli, sýrður rjómi og skessujurt
eða
NAUTA-CARPACCIO
Truffluolía, mizuna og Feykir 24+
Aðalréttur
FISKUR DAGSINS
Ferskasti fiskur dagsins með árstíðarbundnu grænmeti
eða
NAUT 200 GR OG FRANSKAR
Nautalund, Parmesan- franskar og béarnaise-sósa
DIETRICH er ný íslensk leiksýning um hina goðsagnakenndu Marlene Dietrich.
Leyfðu þér að ferðast aftur í tímann í sýningu þar sem þér gefst færi á að upplifa stemningu stríðsáranna, millistríðsáranna og gullaldarinnar í Hollywood sem og eldheit ástarsambönd, örvæntingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld.
Ferðalagið í gegn um líf, feril, ástir og ævintýri Marlene Dietrich er bæði nostalgísk stund fyrir öll þau sem eftir söngkonunni muna, sem og bergmál af ævilangri baráttu konu gegn stríði og staðalímyndum síns samtíma.
Flytjendur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson
Höfundur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Danshöfundur: Snædís Lilja Ingadóttir
Framleiðandi: Bláir engla